fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sveindís með rifu í hnéskeljarsin – Verður frá næstu vikurnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 17:20

Sveindís Jane Jónsdóttir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Wolfsburg, verður frá næstu vikurnar þar sem hún er með rifu í hnéskeljarsin (e. patella tendon).

Sveindísar var sárt saknað í leikjum Íslands gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni á dögunum en hún meiddist rétt fyrir leikina.

Þá var hún ekki með í leik Wolfsburg gegn Frankfurt í fyrradag í þýsku úrvalsdeildinni.

Sveindís segir í samtali við 433.is að það megi búast við því að rifa í hnéskeljarsin haldi henni frá vellinum í sex til átta vikur en það er þó ekkert öruggt í þeim efnum.

Næstu landsleikir Íslands eru í lok mánaðar gegn Danmörku og Þýskalandi hér heima. Það verður að teljast ólíklegt að Sveindís verði með þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg