Liverpool Echo segir frá því að enska sambandið hafi sektað Liverpool um 25 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna í leiknum gegn Tottenham á laugardag.
Ástæðan er sú að leikmenn Liverpool fengu átta gul spjöld og tekur enska sambandið á slíku.
Leikurinn er afar umdeildur en VAR tók löglegt mark af Liverpool í leiknum þegar dómari og VAR dómari misskildu hvorn annan.
Liverpool fékk tvö rauð spjöld í leiknum og haug af gulum sem varð til þess að enska sambandið tekur upp sektarbókina.
Liverpool hefur áfrýjað rauða spjaldinu á Curtis Jones og vill aðgerðir vegna marksins sem tekið var af Luis Diaz.