Leikmenn Al Ittihad neituðu að spila gegn Sepahan frá Íran í Meistaradeild Asíu en leikurinn átti að fara fram í gær.
N´Golo Kante, Fabinho og Karim Benzema eru á meðal leikmanna Al Ittihad.
60 þúsund stuðningsmenn voru mættir á völlinn í Íran og vildu sjá stjörnur Al Ittihad leika listir sínar.
Ástæðan fyrir því að Al Ittihad neitaði að spila er að stytta af Qasem Soleimani sem var einn af stjórnendum hersins í Íran.
Qasem Soleimani var flokkaður sem hryðjuverkamaður af Sádí Arabíu og sagður bera ábyrgð á árásum á olíustöðvar landsins.
Stytta af Soleimani var þar sem leikmenn gengu inn á völlinn en leikmenn Al Ittihad æfðu á vellinum degi fyrir leik án vandræða.
Forráðamenn keppninnar hóta því að refsa Al Ittihad fyrir að neita að spila leikinn.
It seems that Al-Ittihad will be punished by the AFC because they trained without any problem in Naghshe-Jahan stadium last day while Ghasem Soleymani statue were there. https://t.co/6TihTUtkOY pic.twitter.com/9Ce2pzAOUe
— Hatam Shiralizadeh (@hatam_daddy1980) October 2, 2023