fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Víkingur staðfestir komu Viktors Bjarka frá KR

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur staðfest að Viktor Bjarki Arnarson hafi verið ráðinn til félagsins og sé nýr yfirþjálfari hjá félaginu.

Viktor Bjarki er velkunnugur Víkingum enda spilaði hann upp yngri flokka félagsins áður en að hann var keyptur til Utrecht í Hollandi aðeins 16 ára gamall. Viktor kom til baka til Víkings árið 2004 og spilaði í Landsbankadeildinni með ungu liði félagsins sem innihélt m.a. Kára Árnason og Sölva Ottesen.

Viktor spilaði svo aftur í Víkingstreyjunni sumarið 2006 og var valinn leikmaður ársins í efstu deild. Í kjölfarið var hann seldur í atvinnumennsku til Lilleström í Noregi, í annað sinn frá Víking. Viktor kom svo aftur til félagsins 2015 og lék með liðinu í 3 tímabil í efstu deild.

Viktor spilaði alls 210 leiki í efstu deild karla, 75 af þeim fyrir Víkingsliðið og lék 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Viktor lauk leikmannaferli sínum sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK og gerðist í kjölfarið aðstoðarþjálfari karlaliðs þeirra og afreksþjálfari. Síðastliðin tvö ár hefur Viktor starfað sem yfirþjálfari hjá KR en hann hefur lokið KSÍ þjálfaragráðu A.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera