Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Liverpool hefur farið ansi vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 2 stigum á eftir toppliði Manchester City. Hrafnkell er stuðningsmaður liðsins en fer ekki fram úr sér. Lærisveinar Jurgen Klopp voru teknir fyrir í þættinum á föstudag.
„Þó þeir séu að vinna leiki og spila vel verð ég að setja smá varnagla á þetta því mér finnst vörnin ekki nógu sannfærandi. Van Dijk er ekki sami maður eftir meiðsli. Konate er búinn að vera svolítið mikið meiddur og mér finnst Joe Gomez og Matip ekki nógu góðir til að halda út í 38 leiki.
Ég held að planið hjá Liverpool sé að halda út fram í desember og fá svo inn jafnvel djúpan miðjumann og hafsent.“
Umræðan í heild er í spilaranum.