fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Telur að hörð gagnrýni þjóðarinnar á dögunum hafi verið ósanngjörn – „Bíðið bara“

433
Sunnudaginn 1. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.

Íslenska kvennalandsliðið var í eldlínunni í Þjóðadeildinni á dögunum. Liðið vann Wales 1-0 en tapaði svo 4-0 fyrir Þjóðverjum og hefur hlotið mikla gagnrýni.

„Auðvitað vill maður sjá liðið halda betur í boltann og vera með skýrt plan sem maður sér í uppspilinu og sóknarleiknum,“ sagði Hrfankell.

Hann segir að þetta hafi verið vondur tími til að mæta Þýskalandi.

„Þær töpuðu á móti Danmörku og það var allt brjálað í fjölmiðlum. Þær ætluðu að sína sitt rétta andlit í þessum leik.“

Gunnhildur, sem lagði landsliðsskóna á hilluna í sumar, telur íslenska liðið fá ósanngjarna gagnrýni hér heima.

„Ég held það. Ef þú miðar þetta við EM hafa orðið einhverjar 15 breytingar á hópnum. Ég hef náttúrulega verið í kringum allar þessar stelpur og hef svo mikla trú á þeim. Þetta er frábær hópur og gæðaleikmenn, miklu betri fótboltamenn en ég var. En auðvitað tekur smá tíma fyrir leikmenn að spila sig saman svo þetta smelli allt.

Bíðið bara, þetta verður frábært landslið og er það í dag.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
Hide picture