KR vann hreint út sagt ótrúlegan sigur í Bestu deild karla í dag er liðið mætti Breiðabliki á Meistaravöllum.
Um var að ræða síðasta heimaleik Rúnars Kristinssonar en hann er að láta af störfum sem þjálfari KR.
Allt stefndi í sigur Breiðabliks í leiknum og var liðið með 3-2 forystu er uppbótartíminn fór í gang.
KR átti þá eftir að skora tvö mörk til að tryggja magnaða endurkomu en sigurmarkið var sjálfsmark Antons Ara Einarssonar í markinu.
Fylkir bauð einnig upp á flotta endurkomui í Keflavík en liðið vann mikilvægan 3-1 útisigur eftir að hafa lent undir.
Vísir hefur birt myndband þar sem má sjá helstu atvik leiksins og má sjá það hér.