Það væri best fyrir Arsenal að bekkja stjörnuna Kai Havertz sem var keyptur til félagsins í sumar frá Chelsea.
Havertz kostaði Arsenal 65 milljónir punda og skoraði sitt fyrsta mark í gær gegn Bournemouth í 4-0 sigri.
Havertz átti þó engan stórleik en hann gerði þriðja mark liðsins af vítapunktinum.
Hingað til hefur Þjóðverjinn alls ekki heillað og er Frank Lebeouf, goðsögn Chelsea, á því máli að Havertz þurfi að fá sér sæti á bekknum í næstu leikjum.
,,Eins og staðan er þá er besta staðan hans líklega á bekknum því þar truflar hann ekki aðra,“ sagði Lebeouf.
,,Við töluðum um þetta á undirbúningstímabilinu – hans staðsetning mun hafa áhrif á hina miðjumenn liðsins. Jafnvægið er ekki rétt með hann í liðinu, hann og Martin Ödegaard gera það sama.“