fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Lenti í kynþáttaníð í fyrsta sinn og var steinhissa á framkomunni – ,,Sumir eru einfaldlega rasistar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Hawa Cissoko hefur tjáð sig um afar erfiða tíma sem hún þurfti að upplifa á síðustu leiktíð.

Cissoko er varnarmaður West Ham og varð fyrir harkalegu áreiti á netinu eftir leik við Aston Villa í efstu deild í október.

Frakkinn Cissoko var rekin af velli fyrir að slá til andstæðings í viðureigninni og fékk í kjölfarið ógeðsleg rasísk skilaboð á samskiptamiðlum.

Það er ekki óeðlilegt í karlaboltanum en Cissoko segist ekki hafa búist við því að það sama myndi gerast á meðal kvenna.

,,Ég bjóst ekki við að mennirnir væru að ljúga um hvað væri sagt í þeirra garð en þetta gerist sjaldan í kvennaboltanum,“ sagði Cissoko.

,,Kannski gerist þetta en konurnar vilja ekki stíga fram. Ég bjóst ekki við að lenda í þessu, sérstaklega frá fólki sem horfir ekki einu sinni á leikina okkar.“

,,Ef ég hefði fengið þessi skilaboð frá fólki sem fylgist með deildinni þá væri þetta skiljanlegra en þetta kom ekki frá fólki á Englandi eða í Frakklandi.“

,,Ég áttaði mig á því að sumir eru einfaldlega rasistar og þeir munu nýta öll tækifæri í að koma því á framfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum framherji United liggur á sjúkrahúsi – Rifbein brotnuðu og lungun féllu saman

Fyrrum framherji United liggur á sjúkrahúsi – Rifbein brotnuðu og lungun féllu saman
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Í gær

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu