fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Lenti í kynþáttaníð í fyrsta sinn og var steinhissa á framkomunni – ,,Sumir eru einfaldlega rasistar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Hawa Cissoko hefur tjáð sig um afar erfiða tíma sem hún þurfti að upplifa á síðustu leiktíð.

Cissoko er varnarmaður West Ham og varð fyrir harkalegu áreiti á netinu eftir leik við Aston Villa í efstu deild í október.

Frakkinn Cissoko var rekin af velli fyrir að slá til andstæðings í viðureigninni og fékk í kjölfarið ógeðsleg rasísk skilaboð á samskiptamiðlum.

Það er ekki óeðlilegt í karlaboltanum en Cissoko segist ekki hafa búist við því að það sama myndi gerast á meðal kvenna.

,,Ég bjóst ekki við að mennirnir væru að ljúga um hvað væri sagt í þeirra garð en þetta gerist sjaldan í kvennaboltanum,“ sagði Cissoko.

,,Kannski gerist þetta en konurnar vilja ekki stíga fram. Ég bjóst ekki við að lenda í þessu, sérstaklega frá fólki sem horfir ekki einu sinni á leikina okkar.“

,,Ef ég hefði fengið þessi skilaboð frá fólki sem fylgist með deildinni þá væri þetta skiljanlegra en þetta kom ekki frá fólki á Englandi eða í Frakklandi.“

,,Ég áttaði mig á því að sumir eru einfaldlega rasistar og þeir munu nýta öll tækifæri í að koma því á framfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa