Real Madrid verður án lykilmanns í kvöld er liðið spilar gegn grönnum sínum í Atletico Madrid í La Liga.
Um er að ræða þýðingarmikinn grannaslag en leikið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real, og er flautað til leiks klukkan 19:00.
Einn allra besti leikmaður Real sem og spænsku deildarinnar, Vinicius Junior, verður ekki með en frá þessu greina ýmsir miðlar.
Vængmaðurinn er veikur og getur ekki tekið þátt en um er að ræða einhvers skonar magavírus samkvæmt erlendum miðlum.
Vinicius er einn allra mikilvægasti leikmaður Real og eru fréttirnar ekki jákvæðar fyrir heimaliðið sem er með fullt hús stiga á toppnum.
Vinicius fann til í maganum fyrir helgi og ljóst er að hann verður ekki til taks er leikur kvöldsins fer af stað.