Hótelreikningur Cristiano Ronaldo eftir að hann flutti fyrst til Sádi-Arabíu hefur verið opinberaður og má segja að hann sé sláandi.
Ronaldo gekk í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu í lok síðastaárs og fyrst um sinn bjó hann á Four Seasons hótelinu í höfuðborginni Riyadh.
Þangað tók hann stórt teymi fólks með sér, fjölskyldu, vini og öryggisverði.
Það er talið að alls hafi þurft 17 herbergi undir mannskapinn en sjálfur dvaldi Ronaldo á tveggja hæða svítu.
Kostnaðurinn fyrir þetta allt saman var það sem nemur 42 milljónum íslenskra króna á mánuði.
Ronaldo þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur en hann þénar hátt í 30 milljarða á ári í Sádí.