fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Mætir Liverpool um helgina og er mjög kokhraustur: ,,Við endum ofar en þeir í deildinni“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michail Antonio, leikmaður West Ham, er ansi kokhraustur fyrir leik liðsins gegn Liverpool um helgina.

Um er að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni en West Ham heimsækir Anfield sem er ekki auðvelt verkefni fyrir neitt félag.

Antonio er þó á því máli að West Ham muni enda ofar í töflunni en Liverpool á þessari leiktíð sem eru ansi stór orð.

,,Veistu hvað, ég er sannfærður um að við munum enda ofar í deildinni en Liverpool á tímabilinu. Ég get sagt það,“ sagði Antonio.

,,Ég horfði á Liverpool gegn Wolves því það var fyrir okkar leik gegn þeim og Wolves hefði getað valtað yfir þá.“

,,Þeir fengu ófá tækifæri og við spilum við þá um helgina. Við erum með þá í vasanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa