Barnaníðingurinn Barry Bennell er látinn 69 ára að aldri en hann lést í Cambridgeshire um helgina.
Bennell var greindur með krabbamein fyrir nokkrum árum síðan en hann misnotaði yfir 20 stráka á sínum ferli sem knattspyrnuþjálfari.
Bennell sá um að þjálfa unglingalið Crewe, Manchester City og Stoke á sínum tíma en hann lést í fangelsi þar sem hann afplánaði 34 ára dóm.
Hann var til að mynda dæmdur fyrir að nauðga ungum dreng í Flórída árið 1994 og fékk síðar fleiri dóma fyrir 23 brot gegn sex drengjum.
Bennell afplánaði dóm sinn í fangelsinu Littlehey en hann lést á laugardaginn vegna krabbameinsins.
Bennell var fyrst dæmdur árið 2020 fyrir tvö kynferðisbrot en fleiri stigu svo fram eða alls 24 fórnarlömb.