Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á heimavelli Nottingham Forest.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley komu í heimsókn en Jói Berg var í byrjunarliði gestanna.
Burnley tók forystuna í fyrri hálfleik er Zeki Amdouni skoraði til að koma liðinu yfir.
Callum Hudson-Odoi, fyrrum undrabarn Chelsea, jafnaði svo metin fyrir Forest snemma í seinni hálfleik og staðan 1-1.
Það reyndist síðasta mark leiksins en Burnley var að fá sitt fyrsta stig í deildinni á meðan Forest er með sjö eftir fimm umferðir.
Burnley kláraði leikinn með tíu menn en Lyle Foster fékk beint rautt spjald fyrir olnbogaskot í uppbótartíma eins og má sjá hér.
Burnley’s task gets even harder, as Lyle Foster is shown a red card.
Will either side find a winner?#NFOBUR
— Premier League (@premierleague) September 18, 2023