fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Baunar á leikmann Manchester United og segir hann vilja leika hetju – ,,Hlutirnir eru ekki í lagi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. september 2023 21:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, goðsögn Manchester United, hefur gagnrýnt miðjumanninn Lisandro Martinez sem leikur með félaginu.

Martinez átti ekki góðan leik fyrir Man Utd um helgina er liðið tapaði 3-1 gegn Brighton.

Schmeichel segir að Martinez reyni alltaf að vera hetjan í leikjum liðsins frekar en að sinna auðveldu vinnunni sem hann ætti að vera að gera.

Argentínumaðurinn hefur staðið sig frekar vel eftir að hafa komið til liðsins í fyrra en frammistaða Man Utd á tímabilinu hingað til hefur ekki verið of sannfærandi.

,,Þetta er það sem er að gerast hjá Man Utd þessa dagana, þetta snýst um einstaklingana. Leikmenn eins og Martinez, hann reynir að vera hetjan og verja markið. Hann setur sig í stöðu þar sem hann stendur alveg fyrir markmanninum,“ sagði Schmeichel.

,,Hann ætti að reyna að loka á skotið frekar en að standa þarna og vera fyrir. Ef þú vilt vera fyrir boltanum þá snýrðu þér ekki við, þú stendur þarna hugrakkur. Hlutirnir eru ekki í lagi hjá Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Í gær

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea