Íþróttavikan - Valur meistari
Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G.
Valur varð á dögunum Íslandsmeistari í kvennaflokki þriðja árið í röð. Ríkharð er mikill Valsari og hefur trú á að þetta lið eigi eftir að ná enn lengra, þar á meðal í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
„Ég held að þetta Valslið verði mjög svo samkeppnishæft í Evrópu. Það þarf mikið að gerast til að eitthvað lið nálgist Val. Breiðablik olli miklum vonbrigðum. Ég hélt að Blikar myndu hanga lengur í Val og jafnvel Stjarnan líka en þetta voru of miklir yfirburðir að mínu mati og þessi úrslitakeppni var aldrei spennandi.“
Hrafnkell tók í svipaðan streng.
„Ég held að Valskonur séu bara að fara að fjarlægjast hin liðin með árunum. Þær fara langt í Evrópu og halda sama liði og þær eru með núna, þá eiga hin liðin ekki breik.“
Umræðan í heild er í spilaranum.