Arsenal er á leið í samningaviðræður við varnarmanninn Ben White þó hann eigi enn þrjú ár eftir af núverandi samningi.
Frá þessu greinir the Daily Mail en White er 25 ára gamall og er bundinn félaginu til ársins 2026.
Arsenal ku vera afar hrifið af frammistöðum White undanfarið og ætlar því að bjóða honum launahækkun og framlengingu.
Ekki nóg með það heldur er Arsenal einnig í viðræðum við fyrirliða sinn, Martin Ödegaard, um að framlengja sinn samning.
Mail segir að samningurinn sé til fimm ára og yrði White því bundinn Arsenal til ársins 2028.