Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, lét í sér heyra á Twitter í kvöld yfir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík.
Um er að ræða úrslitaleik Mjólkurbikarsins en staðan er 2-0 fyrir Víkingum þegar um tíu mínútur eru eftir.
Sævar er ekki sáttur með dómgæsluna í þessum leik en seinna mark Víkinga var skorað eftir aukaspyrnu.
Um var að ræða umdeilda aukaspyrnu en dómari leiksins að þessu sinni er Helgi Mikael Jónasson.
Hér má sjá færslu Sævars.
Við hljótum að eiga domara sem raða við svona verkefni
— saevar petursson (@saevarp) September 16, 2023