ÍBV er fallið úr Bestu deild kvenna eftir leik við Tindastól í dag en um var að ræða viðureign í úrslitakeppninni – neðri hluta.
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk gegn Eyjakonum og gulltryggja þar með sæti sitt í efstu deild.
ÍBV átti möguleika á að halda sæti sínu í deildinni með sigri en fengu alvöru kennslu á erfiðum útivelli.
Í hinum leiknum áttust við Keflavík og Selfoss en þar unnu Keflvíkingar betur 1-0 og halda þar með sínu sæti.
Selfoss endar tímabilið með aðeins 11 stig og er fallið ásamt ÍBV.
Tindastóll 7 – 2 ÍBV
1-0 Murielle Tiernan
1-1 Helena Hekla Hlynsdóttir
2-1 Murielle Tiernan
3-1 Aldís María Jóhannsdóttir
4-1 Melissa Alison Garcia
5-1 Murielle Tiernan
6-1 María Dögg Jóhannesdóttir
7-1 Murielle Tiernan
7-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir
Keflavík 1 – 0 Selfoss
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir