Thiago Silva, leikmaður Chelsea, er afar óánægður með einkunn sína í leiknum EA Sports 24 sem kemur út þann 29. september.
Um er að ræða tölvuleikinn vinsæla ‘FIFA’ en í fyrra var tekið ákvörðun um að nafn leiksins yrði breytt í EA Sports FC.
Silva hefur lengi verið einn besti varnarmaðurinn í tölvuleiknum en hann var með 86 af 100 mögulegum í síðasta eintaki en hefur nú lækkað.
Silva er í dag 38 ára gamall og er með einkunn upp á 84 sem er ansi gott en hann var einn allra besti leikmaður Chelsea síðasta vetur.
Brassinn er ósáttur með þessa lækkun og segir að starfsmenn EA Sports séu einfaldlega ekki að fylgjast með knattspyrnuleikjum nógu vel.
,,Þeir eru ekki að horfa á fótbolta, þeir eru að horfa á leikinn með lokuð augun,“ sagði Silva ósáttur.