Dominic Solanke framherji Bournemouth er fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Anthony Gordon hefur einnig átt tvo mjög fljóta spretti.
Athygli vekur að Rasmus Hojlund framherji Manchester United sem hefur aðeins spilað nokkrar mínútur á tímabilinu er í fimmta sæti.
Það kemur fáum á óvart að Adama Traore kantmaður Fulham er á lista en hann hefur hlaupið hratt í mörg ár.
Spretturinn hjá Solanke mældist á rúmlega 36 kílómetra hraða en menn þar á eftir eru aðeins hægari.