Benjamin Mendy mun um helgina spila sinn fyrsta fótboltaleik í rúm tvö ár þegar hann leikur með Lorient í Frakklandi.
Manchester City setti Mendy til hliðar eftir að hann var ákærður fyrir fjölda nauðgana.
Öll málin fóru í dómsal og var Mendy hreinsaður af öllum ásökunum og sýknaður í fjölda mála.
Samningur hans við City var runninn út en Lorient tók á skarið og samdi við Mendy til tveggja ára.
Mendy hefur undanfarnar vikur verið að koma sér í form og er klár í slaginn og spili sinn fyrsta leikinn gegn Monaco um helgina.