fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Enginn setur út á komu Greenwood á Spáni – Stuðningsmenn elska hann og konunni vel tekið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. september 2023 08:39

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska blaðið Daily Mail sendi blaðamann til Madrídar til að kanna hug fólks þegar kemur að Mason Greenwood.

Manchester United lánaði Greenwood til Getafe í byrjun september en félagið hafði þá ákveðið að hann myndi ekki spila á Old Trafford.

Greenwood hefur ekki spilað í 18 mánuði eftir að hafa verið handtekinn, grunaður um ofbeldi í nánu sambandi. Myndir og hljóðbrot birtust en lögregla felldi málið að lokum niður.

„Raunveruleikinn hjá Getafe er að fyrir flesta er þetta ekki vandamál, hlutirnir á Spáni eru yfirleitt svartir eða hvítir,“ segir einn viðmælandi Daily Mail.

„Hlutirnir eru réttir eða rangir, það er ekkert grátt svæði. Stuðningsmenn Getafe horfa bara í það að Greenwood var ekki dæmdur sekur og þá er ekkert vandamál.“

Greenwood hefur verið afar vel tekið og stuðningsmenn félagsins eru spenntir að sjá hann spila. Unnusta hans og barnsmóðir, Hariet Robson hefur svo fundið sig líka.

Eiginkonur annara leikmanna Getafe hafa boðið henni með út að borða. Greenwood er með 75 þúsund pund á viku en United borgar meirihlutann af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Í gær

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við