Enska blaðið Daily Mail sendi blaðamann til Madrídar til að kanna hug fólks þegar kemur að Mason Greenwood.
Manchester United lánaði Greenwood til Getafe í byrjun september en félagið hafði þá ákveðið að hann myndi ekki spila á Old Trafford.
Greenwood hefur ekki spilað í 18 mánuði eftir að hafa verið handtekinn, grunaður um ofbeldi í nánu sambandi. Myndir og hljóðbrot birtust en lögregla felldi málið að lokum niður.
„Raunveruleikinn hjá Getafe er að fyrir flesta er þetta ekki vandamál, hlutirnir á Spáni eru yfirleitt svartir eða hvítir,“ segir einn viðmælandi Daily Mail.
„Hlutirnir eru réttir eða rangir, það er ekkert grátt svæði. Stuðningsmenn Getafe horfa bara í það að Greenwood var ekki dæmdur sekur og þá er ekkert vandamál.“
Greenwood hefur verið afar vel tekið og stuðningsmenn félagsins eru spenntir að sjá hann spila. Unnusta hans og barnsmóðir, Hariet Robson hefur svo fundið sig líka.
Eiginkonur annara leikmanna Getafe hafa boðið henni með út að borða. Greenwood er með 75 þúsund pund á viku en United borgar meirihlutann af því.