Jadon Sancho kantmaður Manchester United reynir að vera í felum þegar hann mætir á æfingasvæðið þessa dagana.
Sancho reyndi að fela sig fyrir ljósmyndurum í gær og í dag var það sama sagan.
Sancho neitar að biðja Erik ten Hag afsökunar á því að hafa birt yfirlýsingu þar sem hann neitaði að taka orðum stjórans um leti kantmannsins.
Æðstu yfirmenn Manchester United eru byrjaðir að skipta sér af málefni Sancho og Erik ten Hag. Sancho var sakaður um að vera latur á æfingum af Ten Hag og sökum þess komst hann ekki í leikmannahóp liðsins á dögunum.
Sancho varð reiður yfir þessu og sakaði Ten Hag opinberlega um lygar. Síðan þá hefur lítið heyrst af málinu en þeir félagar áttu fund á mánudag sem ensk blöð segja að hafi ekki farið vel.
Sökum þess eru John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og Richard Arnold stjórnarformaður farnir að skipta sér af málinu.
📸 | Jadon Sancho arriving at Carrington today. [@MailSport] pic.twitter.com/grdXKNFZ1z
— UtdDistrict (@UtdDistrict) September 15, 2023