Liverpool heimsækir Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Trent Alexander-Arnold verður ekki þar á meðal.
Trent meiddist í síðasta leik Liverpool og varð að draga sig út úr enska landsliðshópnum vegna þess.
Hægri bakvörðurinn hefur ekki náð heilsu og er ekki byrjaður að æfa með lærisveinum Jurgen Klopp.
„Þetta eru ekki verstu meiðslin en þetta hefur ekki jafnað sig á tveimur vikum,“ segir Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
„Við erum svona að vonast eftir því að hann geti byrjað aftur að sparka í fótbolta í næstu viku.“