Marco Verratti er ekki eini leikmaður Paris Saint-Germain sem fer til Katar í þessum mánuði. Julian Draxler er á leið þangað einnig.
Verratti gekk í raðir Al Arabi í gær en Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá félaginu.
Draxler er nú á leið til Al Ahli SC í sömu deild.
Draxler er 29 ára gamall og getur spilað á miðju og kannti. Miklar vonir voru bundnar við hann en ferill hans hefur legið niður á við undanfarin ár.
Á síðustu leiktíð var Draxler á láni hjá Benfica en hann á tæpt ár eftir af samningi sínum við PSG.
Al Ahli SC have booked medical tests for Julian Draxler, waiting to complete final details of the deal with PSG 🇶🇦🇩🇪
Negotiations advancing to final stages after Draxler’s green light, as called by @Plettigoal.
Plan to get it done in 24/48h. pic.twitter.com/cK3Zo2DnWW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 14, 2023