Shakira heldur áfram að skjóta fast á Gerard Pique fyrrum varnarmann Barcelona og fyrrum unnusta sinn.
Pique og Shakira slitu sambandi sínu á síðasta ári en það hefur andað köldu þeirra á milli.
Pique var fljótur að finna sér aðra konu sem er talsvert yngri en Shakira en saman áttu þau tvö börn.
Shakira kom fram á VMA hátíðinni í gær en þar söng hún meðal annars lagið þars em hún lætur Pique heyra það.
„Ég er virði tveggja 22 ára,“ segir Shakira meðal annars en unnusta Pique er í dag 22 ára gömul.
Frammistaða Shakira á hátíðinni þar sem allar stjörnur tónlistarinnar voru mættar og milljónir horfðu á hefur vakið mikla athygli.
„Þú skiptir út Ferrari fyrir Twingo,“ segir Shakira einnig í laginu en Pique keypti sér Twingo eftir að lagið kom út til að svara Shakira.
.@SHAKIRA 👏 DID 👏 THAT 👏
She lit the #VMAs stage on 🔥🔥🔥 with her Vanguard performance!! pic.twitter.com/RgaXbHkmId
— Video Music Awards (@vmas) September 13, 2023