Jamie Carragher skrifar í dag pistil um stöðu Harry Maguire og segir hana afar slæma. Hann segir að atvik í sumar hafi lýst því hvernig staða Maguire hjá Manchester United sé í raun og veru.
Maguire er í vandræðum innan vallar en hann fær lítið að spila og þegar hann spilar er yfirleitt gert grín að honum.
„Eitt af ljótari atvikunum átti sér stað í æfingaleik gegn Dortmund í júlí, þegar nýir leikmaður liðsins, Andre Onana fór að öskra á Maguire. Það var viðbjóðsleg framkoma hjá manni sem var að reyna að heilla stuðningsmenn United,“ segir Carragher.
„Ég horfði á þetta og trúði ekki því sem ég var að sjá, þetta atvik sagði mér alla söguna um það sem var í gangi. Maguire hefði átt að tryllast og henda Onana í markið og biðja um virðingu.“
„Hann er hins vegar brotinn einstaklingur eftir þetta allt.“
Carragher telur einnig að innkoma Cristiano Ronaldo hafi haft áhrif á Maguire á sínum tíma. „Þetta var sagan þegar Ronaldo mætir og það var valdabarátta í klefanum, þá var byrjað að grafa undan Maguire.“