Bukayo Saka kantmaður Arsenal er tæpur fyrir leik liðsins á sunnudag. Arsenal mætir þá Everton.
Saka hefur veirð að glíma við meiðsli í hælnum undanfarna mánuði. Er Mikel Arteta stjóri Arsenal sagður áhyggjufullur.
Þessi meiðsli hafa tekið sig upp á ný og var ástæða þess að Saka gat ekki spilað með enska landsliðinu í miðri viku.
Saka var ónotaður varamaður gegn Skotlandi en kantmaðurinn knái hefur verið í góðu formi síðasta árið.
Arsenal vonar að Saka nái heilsu fyrir sunnudaginn en hann hefur verið afar mikilvægur hlekkur í sóknarleik liðsins.