Antony leikmaður Manchester United er í Sao Paulo í Brasilíu og virðist njóta lífsins þrátt fyrir alvarlegar ásaknir.
United ákvað að Antony myndi ekki mæta á æfingar á næstunni á meðan málið væri í rannsókn í Brasilíu.
Antony er gefið að sök að hafa beitt nokkrar konur ofbeldi og hefur fyrrum unnusta hans lagt fram kæru.
Antony var mættur í sundlaugagarð í Sao Paulo í gær þar sem hann var í sínu besta skapi ef marka má fréttir í Brasilíu.
Gestir og gangandi sem vildu fá mynd með knattspyrnumanninum varð að ósk sinni en óvíst er hvort eða hvenær hann snýr aftur í lið Manchester United.