Varnarmaðurinn Ashleigh Plumptre er gengin í raðir Al Ittihad í Sádi-Arabíu og tala fjölmiðlar ytra um þetta sem eitt stærsta nafn kvennafótboltans sem fer í deildina þar í landi.
Eins og flestir vita hafa Sádar sótt í sig veðrið allhressilega í karlafótboltanum í sumar og sótt hverja stjörnuna á fætur annarri.
Þessu er ekki lokið þar því Sádar ætla greinilega líka að efla kvennafótboltann.
Plumptre er 25 ára gömul landsliðskona Nígeríu og lék með liðinu á HM í sumar. Hún er þó fædd á Englandi og kemur til Al Ittihad frá Leicester.
Kelly Lindsey, fyrrum bandarísk landsliðskona, er aðalþjálfari Al Ittihad.
Welcome to Al-Ittihad Ashleigh Plumptre 🤩🙌
آشلي بلمتر في كتبية النمور 🐅⚔️#AshleighIsYellow 🟡 pic.twitter.com/Xyd9Us4qDr— Al-Ittihad Ladies | سيدات الاتحاد (@ittiladiesclub) September 12, 2023