Það er útlit fyrir að tveir leikmenn Chelsea verði frystir af stjóranum Mauricio Pochettino á þessari leiktíð.
Um er að ræða leikmenn sem voru nálægt því að fara undir lok félagaskiptagluggans en það gekk ekki upp.
Trevoh Chalobah er einn þeirra en miðvörðurinn ungi, sem einnig getur spilað á miðjunni, reyndi að komast til Bayern í lok síðasta mánaðar. Hann var einnig orðaður við Nottingham Forest.
Hinn er Marc Cucurella sem keyptur var dýrum dómum til Chelsea síðasta sumar.
Hann var nálægt því að fara til Manchester United á láni á gluggadegi en það gekk ekki eftir.
Þrátt fyrir að þessir leikmenn séu áfram hjá Chelsea segir Evenig Standard að Pochettino hafi ekki nokkurn áhuga á að nota þá.