Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Pedro Goncalves, leikmannig Sporting. Þetta kemur fram í portúgölskum fjölmiðlum.
Um er að ræða sóknarsinnaðan miðjumann sem hefur verið hjá Sporting síðan 2020.
Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við Sporting en gæti farið að hugsa sér til hreyfings. Klásúla er í samningi hans upp á 80 milljónir evra.
Talið er að Liverpool, Tottenham Hotspur, Aston Villa og Newcastle United hafi öll áhuga á hinum 25 ára gamla Goncalves.
Goncalves hefur skorað 59 mörk og lagt upp 34 í 133 leikjum fyrir Sporting.
Þá á hann að baki tvo A-landsleiki fyrir Portúgal.