Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er komin í veikindaleyfi frá störfum sínum út septembermánuð.
Varaformenn KSÍ (Borghildur Sigurðardóttir og Sigfús Ásgeir Kárason) munu sinna skyldum formanns á meðan á leyfinu stendur, þar til Vanda snýr aftur til starfa.
Vanda var kjörinn til embættis formanns í febrúar á síðasta ári eftir að hafa stýrt sambandinu tímabundið.
Vanda hefur verið áberandi í starfinu og tekið stórar ákvarðanir, ein af þeim var að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara fyrr á þessu ári.
Vanda hefur verið veik undanfarið en óvíst er hvort hún gefi aftur kost á sér í starf formanns þegar kjör fer fram í byrjun næsta árs.