Antony kantmaður Manchester United hefur birt skilaboð á milli sín og Ingrid Lana sem er ein af þeim konum sem sakar hann um ofbeldi.
Ingrid vill meina að skilaboðin séu fölsuð og að Antony fari fram með lygar.
„Leyfum honum að halda áfram að ljúga,“ segir Ingrid í viðtali í Brasilíu í dag.
„Hans djúpu vasar verða til þess að hann mun afbaka sannleikann, hann er hræddur og óttast allt. Ég myndi aldrei ljúga um svona alvarlega hluti, ég veit að hann er með miklu dýpri vasa en ég.“
Antony segir að skilaboðin sanni að þau hafi bara einu sinni hist og það hafi ekkert vandamál verið þar á milli. Fyrrum unnusta Antony sakar hann um hrottalegt ofbeldi og Lana heldur því fram að hún hafi einnig mátt þola ofbeldi frá Antony.
„Ég styð konur, eftir að hafa séð myndirnar frá Gabriel (Fyrrum unnusta Antony), þá ákvað ég að styðja hana því ég sá að Antony laug.“
„Ég leitast ekki eftir frægð, mitt eina markmið er að berjast fyrir konum og sannleikanum.“
Meira:
Antony birtir skilaboð af samskiptum við Lana – „Viltu að ég verði nakin upp í rúmi?“