Andri Fannar Baldursson var hetja u21 árs liðsins í mjög dramatískum leik gegn Tékklandi í kvöld. UM var að ræða fyrsta leikinn í undankeppni Evrópumótsins.
Tékkar mættu í heimsókn í Víkina í kvöld en Ísland stillti upp sterku byrjunarliði.
Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi undir lok fyrri hálfleiks og allt stefndi í það væri eina mark leiksins. Það var á 87 mínútu sem gestirnir jöfnuðu og allt benti til þess að leikurinn myndi enda þannig.
Það var hins vegar á 95 mínútu sem Andri Fannar Baldursson hamraði knettinum í netið og tryggði Íslandi stigin þrjú.
Markið er hér að neðan.
Iceland U21 [2]-1 Czech Republic U21 – Andri Fannar Baldursson 90'+4'pic.twitter.com/Xb61o1Oga2
— GoalRushHQ (@GoalRushHQ) September 12, 2023