Gennaro Gattuso gæti orðið næsti stjóri Lyon eftir jákvæðar viðræður við félagið.
Laurent Blanc var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Lyon í gær en liðið hefur farið hörmulega af stað í Ligue 1 í Frakklandi.
Lyon situr í neðsta sæti deildarinnar og voru stuðningsmenn félagsins ansi ósáttir.
Leit er hafin að nýjum stjóra og er ekki ólíklegt að Gattuso taki við þar sem viðræður við hann gengu vel og virðast báðir aðilar spenntir.
Það á þó eftir að ræða við fleiri kandídata og því ekkert öruggt í þessum efnum.
Olympique Lyon president John Textor will decide new head coach soon after decision to sack Blanc made on Monday 🔵🔴🇫🇷 #OL
Gennaro Gattuso had positive conversation with OL but more candidates will speak to Textor soon – then time for final decision. pic.twitter.com/wGI0L2U5E4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2023