Mykhailo Mudryk hefur ekki komist á flug eftir að Chelsea keypti hann dýrum dómum í janúar.
Úkraínumaðurinn gekk í raðir Chelsea frá Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Chelsea greiddi 70 milljónir evra fyrir hann til að byrja með en upphæðin gæti hækkað í 100 milljónir evra.
Mudryk hefur ekki enn skorað í 20 leikjum fyrir Chelsea en hefur mikið komið inn af bekknum.
Nú hefur Mudryk sett like við færslu um að hann eigi að fá að byrja fleiri leiki til að réttlæta verðmiða sinn. Þetta hefur vakið athygli erlendra miðla.
Kantmaðurinn knái hefur áður vakið athygli á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega hvernig hann notaði þá til að reyna að komast frá Shakhtar í janúar.