Romeo Lavia leikmaður Chelsea verður frá í hið minnsta sex vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.
Lavia var keyptur á 60 milljónir punda frá Southampton á dögunum en hefur ekki spilað neitt.
Fyrst um sinn sagði Mauricio Pochettino að Lavia væri ekki í nógu góðu formi til þess að spila.
Hann var svo byrjaður að æfa af krafti en þá meiddist kappinn á ökkla og spilar ekki næstu vikurnar.
Lavia var keyptur til Chelsea eftir eitt ár hjá Southampton en áður var Belginn í herbúðum Manchester City.