Orri Steinn Óskarsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik á heimavelli í sigri Íslands á Bosníu í kvöld. Tilfinningin var ansi góð.
„Þetta var ótrúlega góð tilfinning og verðskuldað,“ sagði hann við 433.is eftir leik.
Alfreð Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson komu inn með krafti og sá síðarnefndi lagði upp fyrir þann fyrrnefnda.
„Þeir eru tveir einstakir leikmenn og að geta komið með þá inn af bekknum gefur okkur auka gæði.“
Orri ræddi einnig frumraunina í Laugardalnum.
„Það var mjög spennandi og mjög mikill heiður. Þetta snerist um að njóta og gera sitt besta.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.