Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, hefur staðfest það að lið frá Sádi Arabíu hafi haft samband við hann í sumar.
Griezmann er þekkt nafn í knattspyrnuheiminum og vann til að mynda HM með franska landsliðinu árið 2018.
Sádarnir hafa verið að næla í margar stjörnur undanfarna mánuði og var Griezmann á óskalista liða um tíma.
Frakkinn hafði hins vegar engan áhuga á að færa sig til Sádi Arabíu og hafnaði því að ræða við önnur félög.
,,Það var hringt í mig og haft samband en ég var einbeittur að mínu félagi. Ég er 15 mörkum frá því að verða markahæsti leikmaður í sögu félagsins,“ sagði Griezmann.
,,Eins og ég sagði systur munni þá hef ég engan áhuga´a að fara. Ég verð áfram hjá Atletico.“