Ivan Toney, leikmaður Brentford, sást æfa í fyrsta sinn í langan tíma á dögunum eftir bann frá enska knattspyrnusambandinu.
Toney var dæmdur í 8 mánaða langt bann fyrir veðmálabrot og mun ekki leika þar til undir lok árs.
Um er að ræða 27 ára gamlan sóknarmann sem var á óskalista stórliða áður en hann var fundinn sekur um brot.
Hann má byrja að æfa með Brentford þann 17. september næstkomandi en má ekki spila fyrr en þann 24. janúar.
Margir fögnuðu því að sjá Toney aftur á grasinu en hann er afar skemmtilegur sóknarmaður og þá gríðarlega mikilvægur fyrir Brighton.