Forráðamenn Al-Ittihad í Sádi Arabíu ákváðu að skrá ekki Jota til leiks eftir að félagaskiptaglugganum var lokað þar í landi í gær.
Öll liðin þurftu að skila inn leikmannalistanum en Al-Ittihad ákvað að hafa Jota ekki þar á meðal.
Jota var keyptur frá Celtic í sumar á 25 milljónir punda en skömmu eftir það fóru að heyrast fréttir af því að hann væri í vandræðum.
Nú er ljóst að Jota spilar ekki á næstu mánuðum enda er hann ekki skráður í leikmannahóp Al-Ittihad.
Jota hafði komið við sögu í fimm leikjum, spilað 133 mínútur og skorað eitt mark. Hann hafði blómstrað hjá Celtic og kom að 27 mörkum með skoska liðinu á síðustu leiktíð.