Neymar var ein af stjörnum fótboltans sem fór til Sádí Arabíu en hann samdi við Al Hilal þar í landi í sumar eftir sex ár hjá PSG.
Forráðamenn PSG vildu ekki hafa Neymar lengur og hefur hann fengið kaldar kveðjur frá París eftir að hann fór.
Neymar segir að fótboltinn í Sádí Arabíu sé góður og sendi pillu á franska boltann þegar hann ræddi við fjölmiðla í Brasilíu.
„Ég get lofað ykkur því að fótboltinn í Sádí Arabíu er eins,“ segir Neymar.
„Við erum með hringlóttan bolta og tvær stangir á mörkunum.
„Miðað við nöfnin sem eru komin í deildina, þá væri ég ekki hissa á því að fótboltinn í Sádí er betri en fótboltinn í Frakklandi.“