fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Hareide öskuillur eftir kvöldið: Sérstaklega pirraður á þessu – „Það er hræðilegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 22:00

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var hundfúll með tap gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Ísland tapaði 3-1 og er vonin um að fara á EM í gegnum undanriðilinn svo gott sem búin.

„Mér líður ömurlega. Við gerðum hræðileg mistök í dag og þú vinnur ekki landsleiki þannig. Það eru mikil vonbrigði,“ sagði Hareide við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Mér fannst leikmenn sýna karakter og reyna. Það er erfitt að lenda manni undir og við gefum leikinn auðvitað. Við erum meira með boltann en þeir og sumir af ungu leikmönnum okkar voru mjög góðir í dag, eins og Hákon.“

Ísland fékk á sig vítaspyrnu snemma leiks eftir mistök Harðar Björgvins Magnússonar og Rúnars Alex Rúnarssonar. Hareide var ekki sáttur með dóminn og gagnrýnir myndbandsdómgæsluna.

„Ég skil ekki af hverju þeir sjá eitthvað ef dómarinn á vellinum sér ekkert. Það er hræðilegt að VAR taki ákvörðun með svona. Þetta var ákvörðun dómarans. Svo fer hann að skoða þetta og þeir hafa þegar tekið ákvörðun í VAR herberginu.

Þetta var dagur þar sem allt fór til helvítis fyrir okkur og við þurfum að rífa okkur upp,“ sagði Hareide að lokum.

Ísland mætir Bosníu-Hersegóvínu á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester