fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Alfreð hundsvekktur eftir leik kvöldsins – „Líður hræðilega“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður var skiljanlega svekktur eftir 3-1 tap gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Ísland þurfti sigur í leiknum og er vonin um að fara á EM í gegnum undankeppnina nú ansi veik.

„Manni líður auðvitað hræðilega eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur aftur inn í riðilinn í kvöld,“ sagði Alfreð við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þeir refsuðu okkur illa í kvöld og áttu skilið að vinna.“

Alfreð segir að mistök hafi orðið íslenska liðinu að falli.

„Mér fannst þeir ekki skapa mikið úr opnum leik. Þetta er einn langur bolti og þeir fá víti. Það má auðvitað ekki gerast á þessu leveli.

Við fáum okkar færi til að koma okkur inn í leikinn og eigum að gera betur. Mómentumið er að koma með okkur en þá skora þeir 2-0. Mér fannst við samt ekki gefast upp manni færri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona