fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Þorsteinn opinberar hópinn fyrir leikina í Þjóðadeildinni – Sandra snýr aftur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 13:07

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í tveimur leikjum í Þjóðadeild UEFA í september.

Um er að ræða fyrsta tímabil Þjóðadeildarinnar í kvennaflokki en Ísland er í A-deild.

Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli föstudaginn 22. september kl. 18:00 og Þýskalandi á Ruhrstadion þriðjudaginn 26. september kl. 16:15. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Það sem vekur athygli er að markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í hópinn en hún tilkynnti í vetur að hún væri hætt í knattspyrnu. Hún tók hanskana þó fram í sumar og spilaði einn leik með Val á dögunum.

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og Sædís Rún Heiðarsdóttir hjá Stjörnunni eru nýliðar í hópnum.

Hópurinn
Sandra Sigurðardóttir – Valur
Telma Ívarsdóttir – Breiðablik
Fanney Inga Birkisdóttir – Valur
Guðný Árnadóttir – AC Milan – 20 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir – Valerenga – 53 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern Munich – 114 leikir, 9 mörk
Arna Eiríksdóttir – FH – 2 leikir
Guðrún Arnardóttir – FC Rosengard – 27 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir – Valur – 16 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir – Stjarnan
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – Breiðablik – 6 leikir, 1 mark
Berglind Rós Ágústsdóttir – Valur – 6 leikir, 1 mark
Sandra María Jessen – Þór/KA – 33 leikir, 6 mörk
Hildur Antonsdóttir – Fortuna Sittard – 5 leikir
Alexandra Jóhannsdóttir – ACF Fiorentina – 35 leikir, 4 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – Bayer Leverkusen – 29 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir – Rosenborg – 28 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir – Valur – 15 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir – Breiðablik – 55 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir – VfL Wolfsburg – 32 leikir, 8 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir – NJ/NY Gotham FC – 45 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir – Kristianstads DFF – 26 leikir, 4 mörk
Diljá Ýr Zomers – OH Leuven – 6 leikir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar