Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar valdi ellefu manna lið af leikmönnum sem ullu honum vonbrigðum í Bestu deildinni í sumar.
Kristján velur þrjá úr liði KA sem var í Evrópusæti á síðasta ári en sitja nú í neðri hluta deildarinnar þegar skipt er í tvo hluta.
KR-ingar eiga líka sína fulltrúa og Valur á einn leikmann líkt og FH.
Lið Kristjáns má sjá hér að neðan.
Vonbrigða lið Höfðingjans;
Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Alex Freyr Elísson (Breiðablik/KA)
Dusan Brkovic (KA)
Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Birgir Baldvinsson (KA)
Olav Oby (KR)
Tiago (Fram)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Kristján FLóki Finnbogason (KR)
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)