Íslenska karlalandsliðið mætir Lúxemborg í undankeppni EM 2024 annað kvöld. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Luxembourg þar í landi.
Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir Strákana okkar ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á að komast í lokakeppnina í gegnum undanriðilinn.
Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í riðlinum hingað til.
Stade de Luxembourg var tekinn í notkun árið 2021 og tekur hann rúmlega 9 þúsund manns í sæti. Býður hann upp á allt til alls.
KSÍ birti myndir af leikvangingum sem Ísland spilar mun spila á annað kvöld þar sem liðið var við æfingar.
Þær má sjá hér að neðan.
Eitt stykki glæsilegur fótbolta-þjóðarleikvangur í Lúxemborg með öllu tilheyrandi. A landslið karla mætir liði heimamanna hér á föstudag í undankeppni EM 2024. pic.twitter.com/OpVtmIxfPn
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2023