fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Lloris gæti setið úti í kuldanum fram í janúar – Eru sagðir vel pirraðir á honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 08:29

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti farið svo að markvörðurinn Hugo Lloris spili ekki fótbolta aftur fyrr en í janúar. The Guardian fjallar um stöðu mála.

Það er nokkuð ljóst að hinn 36 ára gamli Lloris mun ekki spila á ný fyrir Tottenham en hann á þó ár eftir af samningi sínum.

Hann æfir með aðalliðinu en hefur ekki verið í hóp hjá Ange Postecoglou enn þá. Í vor tilkynnti Lloris að það væri komið að kaflaskilum hjá sér.

Kappinn hefur þó ekki enn fundið sér nýtt félag og er tíminn naumur. Félagaskiptagluggar í helstu deildum eru lokaðir en glugginn í Sádi-Arabíu lokar í kvöld og í Tyrklandi um miðjan mánuðinn.

Lloris hefur fengið nokkur tilboð frá Sádí en ekki gert sig líklegan til að fara.

Forráðamenn Tottenham eru nokkuð pirraðir á stöðunni en Lloris fékk að sleppa ferðum á undirbúningstímabilinu til að finna sér nýtt félag, án árangurs.

Það gæti farið svo að Lloris verði áfram hjá Totenham án þess að spila fram í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur