Það gæti farið svo að markvörðurinn Hugo Lloris spili ekki fótbolta aftur fyrr en í janúar. The Guardian fjallar um stöðu mála.
Það er nokkuð ljóst að hinn 36 ára gamli Lloris mun ekki spila á ný fyrir Tottenham en hann á þó ár eftir af samningi sínum.
Hann æfir með aðalliðinu en hefur ekki verið í hóp hjá Ange Postecoglou enn þá. Í vor tilkynnti Lloris að það væri komið að kaflaskilum hjá sér.
Kappinn hefur þó ekki enn fundið sér nýtt félag og er tíminn naumur. Félagaskiptagluggar í helstu deildum eru lokaðir en glugginn í Sádi-Arabíu lokar í kvöld og í Tyrklandi um miðjan mánuðinn.
Lloris hefur fengið nokkur tilboð frá Sádí en ekki gert sig líklegan til að fara.
Forráðamenn Tottenham eru nokkuð pirraðir á stöðunni en Lloris fékk að sleppa ferðum á undirbúningstímabilinu til að finna sér nýtt félag, án árangurs.
Það gæti farið svo að Lloris verði áfram hjá Totenham án þess að spila fram í janúar.